0%

Ælufælni: Athugun á eiginleikum tveggja spurningalista

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um innihald könnunarinnar sem þú skalt lesa, til að halda áfram í könnuninni smellir þú á „next" hnappinn sem er neðst á þessari síðu.

Kæri þáttakandi!
Þakka þér fyrir að sýna rannsókninni áhuga.
Við erum að leita að fólki til að taka þátt í rannsókn sem heitir Ælufælni: Athugun á eiginleikum tveggja spurningalista. Rannsóknin er þessi vefkönnun þar sem þú ert beðin(n) um að svara nokkrum stuttum spurningalistum. Listarnir sem meta alvarleika ælufælni eru samtals 27 atriði. Hinir listarnir eru 44 atriði sem snúa að einkennum kvíða, þunglyndis, ótta við smit og mengun, viðbjóðsnæmi og heilsukvíða. Þetta ætti að vera fljótgert (taka um það bil 10 til 12 mínútur). 

Þátttakan felst í að smella á hnappinn neðst á þessari síðu og svara spurningunum. Þátttakendum er frjálst að hætta þátttöku í rannsókninni á hvaða stigi sem er án útskýringa. Ekki er nauðsynlegt að svara öllum spurningum í spurningalistunum ef spurningar vekja vanlíðan á einhvern hátt eða óvíst er um svar. Þó er æskilegt rannsóknarinnar vegna og vinnslu hennar að sem flestum spurningum sé svarað eins nákvæmlega og unnt er. Komi til þess að þátttakendum líði illa á meðan rannsókninni stendur eða eftir hana, eiga þeir kost á að fá eitt viðtal hjá sálfræðingi, sér að kostnaðarlausu. Þörf á frekari þjónustu verður m.a. metin í því viðtali og málum vísað áfram til viðeigandi aðila ef þörf er á. Tómas Kristjánsson, sálfræðingur, sinnir þessari þjónustu fyrir rannsakendur. Aðsetur hans er að Kvíðameðferðarstöðinni, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík. Tímapantanir fara fram í síma 543 0110.
Rannsóknin er liður í lokaverkefni Sögu Sólar Kristínar-Karlsdóttur og Sóleyjar Önnu Benónýsdóttur til  BS prófs í sálfræði, við Háskóla Íslands. Verkefnið er unnið undir handleiðslu Ragnars P. Ólafssonar, prófessors í sálfræði við Háskóla Íslands, ásamt Sigurði Viðar, sálfræðingi við Kvíðameðferðarstöðina. Sigurður Viðar er ábyrgðarmaður rannsóknarinnar, Sími 534 0110, tölvupóstur: sigurdur@kms.is.
Ef þú hefur spurningar um rannsóknina þá er þér velkomið að senda tölvupóst til Ragnars P. Ólafssonar (ragnarpo@hi.is) eða Sigurðar Viðar (sigurdur@kms.is).
Rannsóknin er unnin með samþykki Vísindasiðanefndar og hefur verið tilkynnt til Persónuverndar. Ef þú hefur spurningar um rétt þinn sem þátttakandi í vísindarannsókn eða vilt hætta þátttöku í rannsókninni getur þú snúið þér til Vísindasiðanefndar, Borgartún 21, 4. hæð, 105 Reykjavík. Sími: 551-7100, fax: 551-1444, tölvupóstfang: visindasidanefnd@vsn.stjr.is.
 
Fyrir hönd rannsakenda,
Ragnar Pétur Ólafsson, prófessor í sálfræði við sálfræðideild Háskóla Íslands 
Nýi garður við Sæmundargötu 12, 102 Reykjavík
Sigurður Viðar, sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík